Vetur getur reynst föngum og aðstandendum þeirra erfiður og sérstaklega þegar ófærð er mikil eins og nú um stundir. Hellisheiði og Þrengsli hafa lokast vegna snjóa og hálku. Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fylgjast vel með færðinni og þá er vefur vegagerðarinnar góður: vegagerðin.is og eins skal bent á vedur.is

Um langan veg er að fara vestur á Kvíabryggju og þar hafa farartálmar verið snarpir vindar undir Hafnarfjalli og ófærð á Vatnaleið.

Þau sem eiga aðstandendur í fangelsinu á Akureyri og búa til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og aka norður verða að huga vel að öllum leiðum og veðurspá. Mikilvægast er að gæta að færðinni á Holtavörðuheiði, Langadal og Öxnadalsheiði.

Umfram allt: Farið varlega.