Sú spurning sem brennur á mörgum er hvenær verður bætt úr geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Auglýst hefur verið nokkrum sinnum eftir geðlækni í hlutastarf á Litla-Hraun en enginn sýnt starfinu áhuga. Á Akureyri hefur geðlæknisþjónusta verið í höndum sjúkrahússins. Sennilega þarf að búa svo um hnúta að Landspítalinn sjái með formlegum hætti um þessa þjónustu í öðrum fangelsum landsins.