AA-fundir hafa verið haldnir í fangelsum landsins um áratugaskeið og reynst mörgum föngum afar hjálplegir. Starf AA-samtakanna er stórmerkilegt mannúðar- og mannræktarstarf og hafa þau bjargað mörgum mannslífum. Stundum hefur gengið á ýmsu í starfi AA-samtakanna í fangelsum enda getur fangelsisumhverfi fundanna sett mark sitt á þá. Eitthvað hefur verið á seyði þarna árið 1973. En takið eftir að hér hafa menn tamið sér vönduð vinnubrögð í boðun fundar.