Höfðingleg gjöf

 

Tíminn sagði frá því hinn 15. desember 1979 að Gísli Sigurbjörnson (1907-1994) forstjóri á Grund, hefði komið færandi hendi á Litla-Hraun. Gaf heilt gróðurhús og fleira. Hann var meðal annars kunnur fyrir örlæti og höfðingsskap.

Athyglisvert er í fréttinni að menntamálaráðherrann skrifar forlögunum í tvígang (sem má skilja á tvo vegu út af fyrir sig) og biður um fyrirgreiðslu vegna þess að bókasafnið á Litla-Hrauni var í svelti. Forlögin eru duttlungafull eins og allir vita og sýndu ekki áhuga á erindi hins annars ágæta fulltrúa ríkisivaldsins, ráðherrans. En hinn framtakssami einstaklingur, Gísli á Grund, kom hins vegar með veglega bókagjöf.

Gróðurhúsið var aðeins notað á sumrin og sáu fangar um það undir stjórn fangavarða.

Það er annars af gróðurhúsinu að segja að það var auglýst til niðurrifs vorið 1994 og skyldi verkinu vera lokið 1. júlí.

 

Gróðurhúsið var býsna stórt, 200 fermetrar samkvæmt fréttinni (var reyndar 240m²). Það var gefið 1979 og unnu fangar í því undir verkstjórn fangavarða. Síðan var það rifið niður 1994. Þessi mynd sýnir að ástand þess var orðið bágborið áður en það var fjarlægt. (Mynd birt með leyfi Þjóðminjasafnsins).

Hér er auglýsing um endalok þessa gróðurhúss á Litla-Hrauni:

Svona fór um gjöfina góðu frá Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra – auglýsing í Morgunblaðinu 19. maí 1994