Fangaprestur þjóðkirkjunnar sálusorgar fanga og fjölskyldur þeirra.

Fangaprestur heimsækir fangelsin reglulega og leitast við að kynnast föngum á persónulegan hátt sem einstaklingum í anda orða meistarans frá Nasaret: „…í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ (Mt 25.36). Fangaprestur hefur um hönd helgihald hvort heldur einslegt með föngum (t.d. fyrirbæn) eða almennt.

Fangaprestur sinnir aðstandendum fanga eftir því sem þeir leita til hans og í mörgum tilvikum hefur hann samband við þá að beiðni fanga eða annarra skyldmenna. Sálusorgun fanga í gæsluvarðhaldi getur tekið mislangan tíma. Í sumum tilvikum er um afar erfið mál að ræða og margir gæsluvarðhaldsfangar glíma við vanlíðan. Þjónusta fangaprests hefur frá upphafi ekki einskorðast við þau sem skráð eru í þjóðkirkjuna heldur hefur hún staðið öllum til boða sem þjónustuna vilja þiggja.

Fangaprestur þjóðkirkjunnar er Hreinn S. Hákonarson og hefur hann gegnt því embætti frá árinu 1993.

Sr. Hreinn Hákonarson

Fangaprestur þjóðkirkjunnar
Háteigskirkju,
Háteigsvegi 27-29,
105 Reykjavík

Sími 898-0110
Hreinn.Hakonarson@kirkjan.is

Skrifstofa fangaprests er í Háteigskirkju og eru viðtalstímar eftir samkomulagi.