- Margur kemur aftur og aftur. Því miður brjóta margir aftur og aftur af sér. Sumum tekst að losna úr vítahring afbrota en öðrum ekki.
- Sumum finnst verslunin á Litla-Hrauni bera nafn með rentu.
- Fangelsisgarður
- Hversdagsmatur í fangelsi. Flestir fangar þurfa að elda mat sinn sjálfir. Þeir mynda í sumum tilvikum matarfélög og elda saman. Fangar eru mjög margir ágætis kokkar. Yngri menn hafa meiri áhuga á matseld en þeir sem eldri eru.
- Margur fanginn er andlega hugsandi og trúaður. Þetta hefur einhver skrifað á fangelsisvegginn.
- Í hverjum klefa er korktafla. Þessi fangi hefur hengt á hana hálsmen sem hann hefur búið til. Margir fangar eru handlagnir og skapandi. Þeir þurfa hvatningu og hrós fyrir það sem vel er gert.
- Þetta eru leikfangabílar sem búnir eru til á Litla-Hrauni í samvinnu við nemendur Listaháskóla Íslands. Um er að ræða tilraunaverkefni. Allar hugmyndir um vinnuverkefni handa föngum eru vel þegnar og best er að hafa samband við fangelsin um þau.